Sálin Hans Jóns Míns
"Eldör"

Eldör af bambusboga
breytti um stefnu og kveikti í.
Tendraði ástarloga,
—aldrei ég fæst til að trúa því.

Því þessi ör var ekki ætluð þér,
—Þú getur flokkað það sem mistök.

Til eru milljón sinnum betri menn en ég.
Tugir á tugi ofan arka lífsins veg.
Til eru milljón sinnum betri menn en ég.

Minn ástarörvamælir
var yfirfullur og þungur þá.
Það er svo margt sem tælir
og tekur toll af þér eftir á.

Eldörin endaði á kaf´í þér
og kveikti í þér alveg óvart.

Til eru milljón sinnum betri menn en ég.
Tugir á tugi ofan arka lífsins veg.
Til eru milljón sinnum betri menn en ég.

Ef þú ert andlega á heljarþröm,
þá skaltu hafa þetta hugfast:

Til eru milljón sinnum betri menn en ég.
Tugir á tugi ofan arka lífsins veg.
Til eru milljón sinnum betri menn en ég.